Þetta hefur drifið á daga Tinnu.
Ég fór ásamt hálfri borginni upp á Vatnsenda að horfa á myrkrunina. En það kom ekkert myrkur. Það komu samt flugeldar. Þannig þetta var ágætt, nema þegar ég þurfti að labba upp bröttustu brekku Breiðholtsins. Samt eru allir að segja að heimurinn stefni niður á við. Mér finnst ennþá of mikið upp á við hérna.
Annars gerði ég eitt hérna um daginn.
Ég tók strætó í skólann. Það var vegna þess að ég átti ekki efni á bensíni. Ég sá samt frekar eftir því að hafa tekið strætó. Bílstjórinn spilaði háværa tónlist, einhver kona að sem var að syngja piece of my heart og svo söng hún ú og je og baby á milli. Það byrjaði að blæða úr eyrunum mínum og ég bölvaði bílstjóranum fyrir þessar eyrnameiðingar, ég bölvaði því líka að hafði ekki hlaðið iPoddinn minn. Ég bölvaði samt ekki upphátt því það hefði litið frekar asnalega út.
Jón gamli á Hrafnistu er staðráðin í því að kaupa konfektkassa handa mér. Það er vegna þess að ég gaf honum melónu og hann varð svo glaður. Ég vildi bara segja þetta því að seinast þegar ég skrifaði um vinnuna mína var ég að segja hvað ég hataði hana. Og þar á undan sagðist ég hafa grætt gamla konu í hjólastól. En ég er ekki bara ill og bitur í vinnunni. Stundum gef ég fólki melónu.
Ég átti að lesa bók í ensku. Ég byrjaði á henni og hún er um strák sem er pirraður á öllu og er á móti öllu. Hann hata líka alla. Mér fanst þetta mjög ógnvekjandi. Þetta er eins og ef ég mundi skrifa bók. Alveg eins. Ekkert nema pirr og leiðindi. Elveg eins og ég. Þetta fannst mér allt of spúkí þannig ég hætti strax að lesa. Fékk samt sjö í prófinu úr henni.
Ég fór í leikhús einhverntíman um daginn. Leikritið rímaði og það var svona væl sem spilaði undir allan tímann. Ég og Freyja ákváðum að laumast út í hléinu. Frekar asnalegt að gera það í leikhúsi, ég veit, en ég borgaði ekki miðann og þá sá okkur held ég enginn.
Ætla Í Sims, búin að kaupa þrjá aukapakka. Gerið endilega grín að mér. Ég er orðin ónæm fyrir því.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 15:12
3 comments